Hoppa yfir valmynd
19. júní 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Aukinn hlutur kvenna í nefndum og ráðum fjármála- og efnahagsráðuneytis

Breyting hefur orðið til batnaðar hvað varðar hlut kvenna í nefndum og ráðum sem skipaðar eru af fjármála- og efnahagsráðherra.

Á árinu 2003 voru konur 30% þeirra sem sátu í nefndum á vegum ráðherra en á árinu 2012 var hlutfall kvenna komið í 42%.

Þetta sést á meðfylgjandi talnagögnum yfir nefndir og ráð á vegum ráðuneytisins.

Heildartölur frá 2001-2012

Ár Konur Karlar
2001 23% 77%
2003 30% 70%
2004 23% 77%
2005 24% 76%
2006 25% 75%
2007 28% 72%
2008 33% 67%
2009 35% 65%
2010 35% 65%
2011 39% 61%
2012 42% 58%

Í þeim tilvikum þar sem farið er fram á að yfirmenn stofnana séu tilnefndir í ráð og nefndir getur kynjahallinn orðið nokkur enda einungis um fjórðungur þeirra konur.

Upplýsingar verði birtar árlega

Í þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi 19. maí 2011 er kveðið á um að ráðuneyti skuli birta á vef sínum upplýsingar um hlut kynjanna í nefndum og ráðum.

Í 15. gr. jafnréttislaga (nr. 10/2008) er kveðið á um að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þá er tekið fram að tilnefna skuli bæði karl og konu og er það gert til að skipunaraðili geti tryggt sem jafnast kynjahlutfall. Tilnefningaraðila er reyndar heimilt að víkja frá þessu lagaákvæði þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er unnt að skipa bæði karl og konu.

Nefndir, ráð og stjórnir fjármálaráðuneytis

Samtals fjöldi fulltrúa

Ár Konur Karlar Heild Konur % Karlar %
2010 88 165 253 35% 65%
2011 91 141 232 39% 61%
2012 110 151 261 42% 58%


Samtals fjöldi í nýjum nefndum

Ár Konur Karlar Heild Konur % Karlar %
2010 18 41 59 31% 69%
2011 10 22 32 31% 69%
2012 35 47 82 43% 57%

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum