Hoppa yfir valmynd
6. júní 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Áfangaskýrsla starfshóps um milliverðlagningu

Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra um milliverðlagningu hefur skilað áfangaskýrslu. 

Starfshópurinn var skipaður í september 2012 til að undirbúa upptöku milliverðalagningarreglna. Honum er ætlað að gera tillögur að íslenskum milliverðlagningarreglum með hliðsjón af reglum OECD og reynslu annarra ríkja og semja drög að frumvarpi fyrir haustið 2013.

Áfangaskýrsla hópsins hefur verið send hagsmunaaðilum til umsagnar. Einnig er hægt að senda inn umsagnir á netfangið [email protected] og er óskað eftir því að þær berist ráðuneytinu eigi síðar en 26. júní nk.

Áfangaskýrsla starfshóps um milliverðlagningu

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum