Hoppa yfir valmynd
30. maí 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Sigurður H. Helgason skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu stjórnunar og umbóta

Sigurdur Helgason
Sigurdur Helgason

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Sigurð H. Helgason til að gegna embætti skrifstofustjóra skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

19 umsóknir bárust um embættið sem auglýst var laust til umsóknar þann 22. mars síðastliðinn.

Sigurður Helgi hefur meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu við hagfræði- og áætlanadeild háskólans í Hróarskeldu í Danmörku og bakkalárpróf í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann er eigandi og framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Stjórnhátta ehf. sem hefur meðal annars veitt ráðgjöf á sviði stjórnsýslu og ríkisfjármála, samningsgerðar, árangursstjórnunar, fjármálastjórnar, kostnaðargreiningar og starfsmannamála.

Á árunum 2001 til 2004 var hann aðstoðarframkvæmdastjóri og yfirmaður fjármála og stjórnsýslu Norrænu ráðherranefndarinnar. Sigurður Helgi starfaði jafnframt um fjögurra ára skeið hjá OECD í fjárlaga- og stjórnunardeild opinberrar stjórnsýslu (PUMA). Á fyrri hluta 10. áratugarins starfaði Sigurður Helgi í fjármálaráðuneytinu, meðal annars að ráðgjöf um nýskipan í ríkisrekstri.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum