Hoppa yfir valmynd
29. maí 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Frumvarp um breytingar á lögum um tekjuskatt í kjölfar athugasemda ESA


Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem ætlað er að semja frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt hóf störf í apríl sl. Til hópsins var stofnað í kjölfar athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna skattlagningar óinnleysts hagnaðar hjá fyrirtækjum sem renna saman þvert á landamæri.

ESA hefur tilkynnt að ákveðið hafi verið að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólinn vegna skattlagningarinnar.

ESA telur að samkvæmt íslenskum skattareglum séu íslensk fyrirtæki sem renna saman við önnur fyrirtæki þvert á landamæri krafin um greiðslu skatts af öllum hagnaði tengdum eignum og hlutabréfum þegar þau flytja starfsemi sína frá Íslandi. Þetta gildi þótt hagnaðurinn hafi aldrei verið innleystur. Á sama tíma þurfi íslensk fyrirtæki sem renna saman við önnur fyrirtæki innan Íslands ekki að greiða skatt af slíkum óinnleystum hagnaði.

ESA telur reglurnar hindra bæði staðfesturétt fyrirtækja og frjálst flæði fjármagns innan EES. Stofnunin dregur ekki í efa rétt Íslands til þess að skattleggja hagnað sem varð til á meðan fyrirtæki var staðfest á Íslandi. Hins vegar þurfi Ísland að beita vægari úrræðum til þess að vernda skattlagningarrétt sinn.

Frumvarpið verði tilbúið á haustþingi

Verkefni starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra er að semja frumvarp sem uppfyllir samningsskyldur Íslands skv. EES-samningnum og athugasemdum ESA. Litið verður til norskrar löggjafar um skattalega meðferð félaga við samruna yfir landamæri sem líklega fyrirmynd íslensku reglnanna.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn ljúki störfum fyrir 1. júlí 2013 með það fyrir augum að frumvarpið verði tilbúið á haustþingi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum