Hoppa yfir valmynd
23. maí 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Bjarni Benediktsson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra

Bjarni Benediktsson tók við lyklum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Katrínar Júlíusdóttur
Bjarni Benediktsson tók við lyklum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Katrínar Júlíusdóttur

Bjarni Benediktsson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Hann tók við embætti á ríkisráðsfundi í dag. 

Síðdegis tók Bjarni við lyklum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Katrínar Júlíusdóttur.  Katrín óskaði Bjarna velfarnaðar í störfum. Hann kvaðst hlakka til að takast á við verkefni ráðuneytisins þakkaði fráfarandi ráðherra hennar störf.

Bjarni hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í suðvesturkjördæmi frá árinu 2003.  Hann var formaður allsherjarnefndar frá  2003-2007, átti sæti í fjárlaganefnd 2003-2007, í iðnaðarnefnd 2003-2004 og 2007 og sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2007 og 2009 (fyrri). Þá sat Bjarni í heilbrigðis- og trygginganefnd 2004-2005, í utanríkismálanefnd 2005-2013 og var formaður nefndarinnar 2007-2009. Bjarni sat í kjörbréfanefnd 2005-2009 og í efnahags- og skattanefnd 2007-2009. Bjarni var formaður Íslandsdeildar VES-þingsins frá 2003-2005, sat í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2005-2009 og Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2009-2012.

Bjarni Benediktsson lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1995. Hann nam þýsku og lögfræði í Þýskalandi 1995-1996. Hann lauk LL.M gráðu (Master of Laws) frá University of Miami School of Law í Bandaríkjunum 1997. Löggiltur verðbréfamiðlari 1998.
 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum