Hoppa yfir valmynd
10. maí 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ný kærunefnd útboðsmála

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja kærunefnd útboðsmála frá og með 10. þ.m. Í nefndina hafa verið skipuð þau Skúli Magnússon, hérðasdómari, Ásgerður Ragnarsdóttir, héraðsdómslögmaður og Stanley Pálsson, verkfræðingur. Skúli Magnússon hefur verið skipaður formaður nefndarinnar.

Skipun nýrrar kærunefndar útboðsmála grundvallast á lögum nr. 58/2013 sem gildi tóku 11. apríl sl. Lögin fela í sér mikilvægar breytingar á réttarúrræðum fyrirtækja og styrkingu eftirlits með opinberum innkaupum.

Ráðuneytið þakkar jafnframt fráfarandi kærunefnd útboðsmála fyrir vel unnin störf á undanförnum árum, einkum dr. Páli Sigurðssyni prófessor sem lætur af störfum eftir að hafa leitt nefndina í 17 ár.

Afgreiðsla kærunefndar útboðsmála og móttaka skjala verður eftir sem áður í Arnarhváli (c/o Kærunefnd útboðsmála [[email protected]]). Ritarar kærunefndar útboðsmála eru Daníel Isebarn hrl. og Fanney Rós Þorsteinsdóttir hdl.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum