Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Siðareglur fyrir starfsmenn ríkisins

Fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti 22. apríl siðareglur fyrir starfsmenn ríkisins. Reglurnar eru settar fram í því skyni að efla fagleg vinnubrögð og auka traust á stjórnsýslunni.

Við undirbúning reglnanna var haft samráð við samtök ríkisstarfsmanna, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna.
 
Áður hafa verið settar siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðsins sem tóku gildi í maí 2012. Ráðherrar settu sér siðareglur í mars 2011.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum