Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2013 Matvælaráðuneytið

Viljayfirlýsing um aðgerðir vegna lánsveða

Lánsveð - undirritun
Lánsveð - undirritun

Samkvæmt sameiginlegri viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Landssamtaka Lífeyrissjóða er stefnt að hliðstæðri lausn fyrir þá sem fengu lánsveð til íbúðarkaupa og var samkvæmt hinni svokölluðu 110% leið.   Þannig yrðu eftirstöðvar húsnæðislána með lánsveð, sem tekin voru fyrir 1. janúar 2009, færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar lántaka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Yfirlýsingin

Áætlað er að þessi aðgerð geti náð til um 2.000 heimila og að heildarniður-færslan geti numið um þremur milljörðum króna. Þátttaka lífeyrissjóðanna er m.a. háð því skilyrði að aðgerðin feli ekki í sér skerðingu á fjárhagslegum hagsmunum sjóðfélaga. Er í yfirlýsingunni gengið út frá því að hlutur lífeyris-sjóða svari til 12% af heildarkostnaði en ríkisvaldið tryggi greiðslu á 88% þeirrar niðurfærslu á skuldum tryggðum með lánsveðum, sem aðgerðin tekur til.

Áður en hægt er að framkvæma aðgerðirnar þurfa aðilar viljayfirlýsingarinnar að uppfylla eftirfarandi skilyrði.

  1. Að ríkisstjórnin afli nauðsynlegra lagaheimilda til þess að skuldbinda ríkissjóð til greiðslu á sínum hluta í lækkun eftirstöðva lánsveðslána.   
  2. Að samráð hafi verið haft við Fjármálaeftirlitið, Eftirlitsstofnun EFTA og Samkeppniseftirlitið.
  3. Að stjórnir hlutaaðeigandi lífeyrissjóða hafi staðfest samkomulag um efnið að fengnu áliti um lögmæti skuldbindinga skv. samkomulaginu.

Gangi aðgerðin eftir munu lífeyrissjóðirnir annast framkvæmd skuldaaðlögunarinnar og er ráðgert að hún komi til framkvæmda fyrir lok þessa árs. Nánari upplýsingar má sjá í viljayfirlýsingunni sem nálgast má hér.

„Ég fagna þessu samkomulagi við lífeyrissjóðina mjög og tel það sanngirnis- og réttlætismál að einstaklingar og heimili sem eru með lánsveð fái úrlausn sinna mála.  Með þessu samkomulagi fær lánsveðshópurinn loks sömu  skuldaleiðréttingu og aðrir. Þetta samkomulag var lengi í smíðum en nú er þetta loksins í höfn og það er gleðilegt. Ríkið og lífeyrissjóðir leggja bæði sitt af mörkum og er lendingin að mínu mati ásættanleg fyrir báða aðila“, segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Undirritun3

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum