Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Árangur Íslands ræddur á vorfundi AGS

Jule Kozack, deildarstjóri í Evrópudeild AGS og Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra á vorfundi AGS og Alþjóðabankans í Washington
Jule Kozack, deildarstjóri í Evrópudeild AGS og Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra á vorfundi AGS og Alþjóðabankans í Washington

Margir horfa nú til árangurs Íslands, ekki síst að hafa náð tökum á ríkisfjármálunum en verja um leið félagslegt öryggi og velferð.

En Íslands bíða samt verkefni sem eru margt einstök. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundum Katrínar Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Julie Kozack, deildarstjóri í Evrópudeild AGS og Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra á vorfundi AGS og Alþjóðabankans í Washington

Katrín fundaði með þeim Dariu Zakharovu, yfirmanni sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi og Julie Kozack, deildarstjóra í Evrópudeild AGS, í tengslum við vorfund AGS og Alþjóðabankans sem haldinn í Washington dagana 19-21. apríl.
 
Losun fjármagnshafta var eitt aðalefni fundar þeirra Dariu og Katrínar enda bæði flókið viðfangsefni og um margt sérstakt. Katrín lagði áherslu á að stuðningur og sérfræðiráðgjöf AGS hafi skipt miklu máli, bæði hvað varðar ríkisfjármálahliðina og málefni fjármálamarkaða. Af hálfu AGS er fylgst náið með framvindunni og vilji til að halda áfram ráðgjöf og stuðningi enda hafi margt tekist afar vel.
 
„Skilaboðin voru um mikilvægi þess að sýna áfram ábyrgð í ríkisfjármálum svo hægt sé að byrja að greiða niður skuldir og að vanda áætlun um losun fjármagnshafta,” segir Katrín Júlíusdóttir. 

Daria Zakharova, yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi og Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra á vorfundi AGS og Alþjóðabankans í WashingtonDaria Zakharova, yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi og Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra á vorfundi AGS og Alþjóðabankans í Washington

Í dag laugardag sækir ráðherra fund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og mun auk þess eiga fund með Nemat Shafik, aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum