Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Árangur af notkun CAF sjálfsmatslíkansins

Árangur og ávinningur stofnana af notkun CAF sjálfsmatslíkansins verður ræddur á morgunverðarfundi 24. apríl næstkomandi.

Fimm ríkisstofnanir tóku í fyrra þátt í tilraunaverkefni á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og velferðarráðuneytisins. Verkefnið fólst í að innleiða CAF sjálfsmats aðferðafræðina en hún nýtir m.a. aðferðir altækrar gæðastjórnunar til að bæta árangur stofnana.

Á fundinum verður CAF sjálfsmatslíkanið og ný handbók um aðferðafræðina kynnt, auk þess sem tvær stofnanir munu ræða hvernig þær hafa nýtt CAF aðferðafræðina til að gera markvissar umbætur í starfsemi sinni.


Fundurinn er haldinn á Grand Hótel í Reykjavík. Hann er haldinn í samstarfi Félags forstöðumanna ríkisstofnana, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ. Þátttökugjald er 4.400 krónur. Hægt er að skrá sig til þátttöku hér.


Dagskrá fundarins:


1. Ávarp: Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra.

2. CAF sjálfsmatslíkan – verklag til að ná betri árangri. Pétur Berg Matthíasson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

3. Að skara fram úr: CAF 2013 handbókin. Haraldur Hjaltason, framkvæmdastjóri Artemis.

4. Ávinningur af notkun CAF í opinberri starfsemi-reynslusögur:

- CAF og vottað gæðakerfi skv. ISO9001. Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, gæðastjóri hjá Geislavörnum ríkisins.

- Að gera það sem gera þarf – og gera það vel: CAF vegvísir að bættum ríkisrekstri . Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.


Nánar um CAF sjálfsmatslíkanið:

CAFsjálfsmatslíkanið (Common Assessment Framework) er matsrammi og verkfæri til að rýna og meta stöðu og árangur opinberra stofnana með sjálfsmati. CAF var fyrst kynnt í Evrópu um aldamótin síðustu og hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin; notendur eru orðnir yfir 3000, í flestum ríkjum Evrópu, í Asíu, Mið-Ameríku og víðar. CAF líkanið var sérstaklega hannað fyrir opinbera geirann og getur aðstoðað stofnanir við að nota aðferðir gæðastjórnunar til að bæta árangur í starfseminni.

Upplýsingar um CAF sjálfsmatslíkanið á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins

 


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum