Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Endurskipun aðstoðarseðlabankastjóra

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Arnór Sighvatsson á ný í starf aðstoðarseðlabankastjóra. Skipunin gildir til fimm ára frá og með 1. júlí 2013.

Þetta kemur fram í bréfi ráðherra sem dagsett 12. apríl sl.

Samkvæmt 23. gr. laga nr. 36/2001 skipar ráðherra aðstoðarseðlabankastjóra til fimm ára í senn og er aðeins hægt að skipa sama mann aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum