Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Embætti skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneyti

19 sóttu um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem auglýst var laust til umsóknar þann  22.mars síðastliðinn.

Frestur til að sækja um stöðuna rann út 15. apríl.

Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, sbr. 19. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands, metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra sem skipar í embættið. Niðurstaða hæfnisnefndar er ráðgefandi við skipun í embættið, sbr. 2.mgr. 19.gr. laga um Stjórnarráð Íslands.

Hæfnisnefndina skipa Auður Bjarnadóttir, ráðningarstjóri hjá Capacent, Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfis og skipulags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Sverrir Jónsson, staðgengill skrifstofustjóra rekstrarsviðs í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Nefndin hefur þegar komið saman og gerir ráð fyrir að skila ráðherra niðurstöðum sínum um miðjan maí.

Reglur um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum