Hoppa yfir valmynd
23. mars 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnunar og umbóta laust til umsóknar

Laust er til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.  Um er að ræða nýtt embætti sem verður til með breytingum á skipulagi ráðuneytisins sem taka gildi 3. apríl n.k.
 
Skrifstofa stjórnunar og umbóta annast umbætur og nýsköpun í ríkirekstri, svo sem er varðar stefnumótun, árangursstjórnun, notkun upplýsingatækni í ríkisrekstri, opinber innkaup og skipulag stofnanakerfis ríkisins. Jafnframt annast skrifstofan fjárstýringu, dreifingu fjárheimilda, rekstrar- og greiðsluáætlanir og reikningsskil ríkisins. Þá falla mannauðsmál ríkisins undir ábyrgðarsvið skrifstofunnar, þ.m.t. stefnumótun í mannauðsmálum, lög um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, launamál og kjarasamningar, mannaflaspár, greiningar og tölfræði um laun og starfsmenn ríkisins. Auk þess ber skrifstofan ábyrgð á eignamálum ríkisins og framkvæmd eigendastefnu, m.a. forsvar ríkisins í félögum, ábyrgð á fasteignum ríkisins, þjóðlendum, opinberum framkvæmdum og samningagerð vegna auðlindanota og rentu.
 
Um er að ræða fullt starf. Um embættið gilda lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Um laun og önnur starfskjör fer eftir ákvörðun kjararáðs sbr. lög nr. 47/2006. Skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. maí 2013.
 
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólamenntun sem nýtist í starfi skrifstofustjóra. Jafnframt er gerð krafa um haldgóða þekkingu á íslenskri stjórnsýslu og reynslu af stjórnun og rekstri. Æskilegt er að viðkomandi búi yfir þekkingu á sem flestum verkefnum skrifstofunnar. Starfs- og stjórnunarreynsla í ráðuneyti, ríkisstofnun eða sveitarfélagi er metin sérstaklega. Gerð er krafa um lipurð í samskiptum, leiðtogahæfni og enskukunnáttu.
 
Umsóknir ásamt upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist fjármála- og efnahagsráðuneyti. Nánari upplýsingar veita Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, og Angantýr Einarsson, skrifstofustjóri, en jafnframt er vísað á heimasíðu ráðuneytisins fjr.is.
 
Embættið hentar jafnt konum sem körlum.
    
 Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk.
 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um skipun í stöðuna

Auglýsing vegna stöðunnar á starfatorgi ríkisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum