Hoppa yfir valmynd
20. mars 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Málþing um siðareglur

Málþing um siðareglur í opinberri þjónustu verður haldið föstudaginn 22. mars. Þar
verður m.a. fjallað um heilindi og siðferðileg viðmið í opinberri þjónustu út frá ýmsum sjónarhornum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana.

Á málþinginu, sem haldið verður á Hótel Natura, verður m.a. fjallað um siðferðileg viðmið í stjórnsýslunni, ráðningamál hjá hinu opinbera, samskipti stjórnmálamanna og embættismanna, endurskoðun og siðferði og eftirlit með siðareglum.

Sérstakur gestur málþingsins er János Bertók, yfirmaður deildar sem fer með málefni opinberrar stjórnsýslu hjá OECD. Bertók hefur leitt starf  er snertir heilindi í opinberri þjónustu hjá OECD frá árinu 1997 og er höfundur fjölmargra skýrslna og rannsóknarrita þar um.

Framtíð opinberrar þjónustu

Einnig er fjallað um ráðstefnu um framtíð opinberrar þjónustu í fréttabréfinu en Rolf Alter, forstöðumaður opinberrar stjórnsýslu hjá OECD, fjallaði þar um alþjóðlega strauma og lærdóma sem OECD hefur dregið af nýlegum úttektum stofnunarinnar um opinbera starfsemi í nokkrum aðildarríkjum OECD.

Hann sagði miklar væntingar vera gerðar til stjórnvalda um að þau komi þjóðum sínum úr kreppunni, stuðli að samkeppnishæfni, skapi störf og nái jöfnuði í ríkisfjármálum. Stjórnvöld glími við miklar áskoranir þar sem saman fari takmarkaðar auðlindir en auknar kröfur og minna traust á stjórnvöldum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum