Hoppa yfir valmynd
18. mars 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Auglýst eftir sérfræðingi á fjárreiðu- og eignaskrifstofu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsir eftir sérfræðingi á fjárreiðu- og eignaskrifstofu.

Starfið felst í lögfræðistörfum á sviði jarða- og ábúðarmála, en einnig geta komið til verkefni undir öðrum málaflokkum ráðuneytisins.

Um er að ræða fullt starf sem hentar bæði konum og körlum.

Gerð er krafa um háskólapróf í lögfræði. Auk lögfræðimenntunar er æskilegt að umsækjendur hafi reynslu af almennum stjórnsýsluverkefnum, gerð leigusamninga og af fasteigna- og jarðaviðskiptum. Nauðsynlegt er að þeir eigi gott með að miðla hugmyndum í mæltu og rituðu máli, séu skipulagðir, sjálfstæðir í vinnubrögðum, eigi gott með samstarf og samskipti við þá sem leita til ráðuneytisins með mál sín og sýni frumkvæði.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.

Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og frumkvæði.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2013.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og gengið verður frá ráðningu fljótlega eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Nánari upplýsingar veitir Guðný Harðardóttir, [email protected]. Viðtalstími er frá kl. 13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt fylgigögnum til [email protected].

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Auglýsing á starfatorgi ríkisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum