Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Stofnanir ríkisins kynntar háskólanemum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð í ár í þriðja sinn að sameiginlegri kynningu fyrir stofnanir ríkisins á Framadögum, sem haldnir voru 6. febrúar sl.

Á Framadögum gefst nemendum í háskólanámi kostur á að að kynna sér stofnanir og fyrirtæki, starfsemi þeirra og hlutverk.

Til þátttöku á vegum ríkisins í ár völdust tólf stofnanir sem endurspegla þá breidd sem einkennir starfssemi ríkisins auk þess sem þær hafa allar, hver með sínum hætti, unnið markvisst starf á sviði nýsköpunar. Stofnanirnar eru; ÍSOR, Landspítali, Matís, Hagstofan, Ríkisskattstjóri, Nýsköpunarmiðstöð, Hafrannsóknastofnun, Landmælingar, Embætti landlæknis, Tryggingastofnun, utanríkisráðuneytið og Veðurstofan.

Tilgangur með þátttöku ríkisins í Framadögum er að laða að framtíðarstarfsfólk með kynningu á  þekkingarvinnustöðum  þar sem áhugaverð störf  innan rúmlega 200 ríkisstofnana eru í boði. Áhersla er lögð á að sýna breytileikann sem er til staðar í verkefnum, milli starfsgreina og í stærð stofnana.

Framadagar hafa nú verið haldnir átján sinnum, en að þessu sinni voru þeir haldnir í Háskólanum í Reykjavík. AIESEC, alþjóðleg samtök háskólanema,  sjá um framkvæmd Framadaga.

Framadagar-2013

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum