Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla um þróun efnahagsmála send ESB

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrslu um íslensk efnahagsmál (Pre-Accession Economic Programme). Skýrslan er hluti af undirbúningi aðildarumsóknar og verður sambærilegri skýrslu skilað árlega á meðan á því ferli stendur. Skýrslan er skrifuð samkvæmt sniðmáti Evrópusambandsins og ætlað að auðvelda umsóknarríkjunum að taka þátt í efnahagssamstarfi sambandsins ef af inngöngu verður.

Skýrslan er í fjórum meginköflum og byggir á þeirri stefnu sem sett hefur verið fram í fjárlögum, Ríkisbúskapnum 2013-2016, Ísland 2020, Stefnu í lánamálum ríkisins 2012-2015 og annarri stefnumótun stjórnvalda. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur notið góðrar aðstoðar viðkomandi fagráðuneyta og stofnana við gerð skýrslunnar.

Fyrsti kaflinn setur fram meginþætti efnahagsstefnunnar. Annar kaflinn fjallar um þjóðhagsspá og efnahagsmál almennt. Þar er fjallað um þróun efnahagsmála síðustu misseri og spá Hagstofunnar og sýn ráðuneytisins til næstu ára. Þriðji kaflinn fjallar um fjármál hins opinbera. Stærstur hluti kaflans fjallar um stefnu ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum og skuldir ríkissjóðs. Í fjórða kafla skýrslunnar er fjallað um kerfisumbætur á ýmsum sviðum.

Framkvæmdastjórn ESB mun senda aðildarríkjum sambandsins skýrsluna til umfjöllunar, en hún verður tekin fyrir í efnahags- og fjármálanefnd Evrópusambandsins og síðar ráðherraráði sambandsins í vor.

Skýrslan er á ensku. Pre-Accession Economic Programme 2013 


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum