Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt er varða m.a. gagnaver

Frumvarp um að breyta lögum nr. 50/1998 um virðisaukaskatt, vegna atriða sem snúa að gagnaverum, var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær.

Frumvarpið felur í sér að fallið er frá þeim breytingum sem gerðar voru með setningu laga nr. 163/2010 og fólu meðal annars í sér undanþágu fyrir innflutning netþjóna. Frumvarpið felur einnig í sér þá almennu breytingu að erlend fyrirtæki sem ekki hafa fasta starfsstöð eða búsetu hér á landi geti fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna innflutnings að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Þessar breytingar eru lagðar til svo eyða megi strax allri óvissu um skattalegt umhverfi í kjölfar athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA en eins og fram kemur í tilkynningu ESA í dag telur stofnunin vafa leika á um hvort lagabreytingarnar frá 2010 feli í sér ríkisaðstoð og mun hefja formlega rannsókn á því. Ljóst er að verði framkomið frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um virðisaukaskatt samþykkt mun rannsókn ESA aðeins ná til þess að staðreyna hvort breytingarnar hafi falið í sér ríkisaðstoð og hvort slík aðstoð hafi þá verið veitt á grundvelli þeirra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum