Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra

Arnar Guðmundsson
Arnar Guðmundsson

Arnar Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur fjármála- og efnahagsráðherra og verður hann annar tveggja aðstoðarmanna hennar.

Auk Arnars starfar Kolbeinn Marteinsson  sem aðstoðarmaður Katrínar. Arnar var aðstoðarmaður iðnaðarráðherra 2009 til 2011 og gegndi formennsku í Auðlindastefnunefnd ríkisstjórnarinnar og nefnd um lagaramma orkumála. Arnar hefur starfað sem verkefnastjóri hjá fjárfestingarsviði Íslandsstofu síðustu ár. Hann starfaði áður hjá Hagdeild og Greiningardeild Landsbanka Íslands, Fjárfestingarstofu og Útflutningsráði, Aflvaka - atvinnuþróunarfélagi Reykjavíkur og Alþýðusambandi Íslands.
Arnar lætur af störfum hjá fjárfestingarsviði Íslandsstofu meðan hann gegnir starfi aðstoðarmanns fjármála- og efnahagsráðherra.

Arnar er 47 ára og er með meistaragráðu í þverfaglegum menningarfræðum frá Birmingham háskóla 1994 og BA í fjölmiðlafræði og bókmenntum frá HÍ 1990. Stúdent 1985 úr hagfræðideild Verzlunarskóla Íslands.

Arnar er í sambúð með Guðrúnu Katrínu Bryndísardóttur og eiga þau dæturnar Öglu og Emblu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum