Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fundur fjármálaráðherra ESB og EFTA

Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur í dag þátt í fundi fjármálaráðherra ríkja Evrópusambandsins og EFTA, Ecofin, en fundurinn er haldinn í Brussel.

Á fundinum er m.a. rætt um bankabandalag evruríkjanna, en einnig stöðu EFTA ríkja gagnvart  slíku bandalagi. Jafnframt er rætt um aðkomu EFTA ríkjanna að nýjum eftirlitsstofnunum á evrópskum fjármálamarkaði. ecofin-fundur


 

 

 

 

Í ávarpi á ráðherrafundinum ræddi Katrín m.a. EES-samninginn og fjármagnshöft. Þá fór hún yfir stöðu ríkisfjármála á Íslandi og þann árangur sem náðst hefði frá hruni. Ráðherra benti á að lykilatriði í efnahagsstefnu íslenskra stjórnvalda væri að ríkisfjármálin yrðu sjálfbær að nýju.

Þá átti Katrín samtal við Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, og ræddi við hann um vaxtamun á lánum sem Ísland fékk frá norrænu ríkjunum og lánum sem Írland fékk. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum