Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Jákvæð skilaboð á baráttudegi gegn einelti

Mikilvægt er að fólk vinni saman að því að skapa góðan starfsanda þar sem öllu starfsfólki líður vel. Þetta kom fram í ávarpi Katrínar Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra í Þjóðmenningarhúsinu, en þar var haldin hátíðardagskrá í tilefni af baráttudegi gegn einelti.baráttudagur

Baráttudagurinn var nú haldinn í annað sinn. Ráðherra hvatti til þess í ávarpi sínu að þjóðin stæði saman gegn einelti og minnti á ábyrgð stjórnenda þegar kemur að einelti.

„Einelti er alvarlegt vandamál á vinnustöðum sem stjórnendum ber að taka á. Afleiðingar þess eru ekki aðeins slæmar fyrir þolendur heldur einnig fyrir rekstur stofnana eða fyrirtækja. Einelti getur haft margvísleg neikvæð áhrif á líðan starfsmanna, starfsánægju, metnað, fjarvistir og félagslegt starfsumhverfi. Áhrif eineltis á rekstur og ímynd stofnana eða fyrirtækja eru ávallt neikvæð. Það er eitt af hlutverkum stjórnenda að ganga á undan með góðu fordæmi, leysa ágreiningsmál og vanda alla stjórnunarhætti,“ sagði Katrín.

Landsliðið hlaut viðurkenningu

Við dagskrána í Þjóðmenningarhúsinu var jafnframt afhent sérstök viðurkenning vegna jákvæðra skilaboð gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna hlaut í ár íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fyrir myndband sem þær gerðu og þótti senda góð skilaboð í þessa veru.

Baráttudaginn, ásamt átaki um vitundarvakningu vegna eineltis, má rekja til samstarfs þriggja ráðuneyta, mennta- og menningarmálaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og velferðarráðuneytis. Samstarfið hófst árið 2010 og felst í að fjalla um og fylgja eftir tillögum að aðgerðum gegn einelti í íslensku samfélagi.

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum