Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Yfir sex milljarðar króna í aukna fjárfestingu og vaxtargreinar á næsta ári

Dagur B. Eggertsson, Katrín Júlíusdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Dagur B. Eggertsson, Katrín Júlíusdóttir og Katrín Jakobsdóttir

Fjármagn til fjárfestingaáætlunar fyrir árin 2013-2015 hefur verið tryggt, en áætlunin var lögð fram með fyrirvara um fjármögnun sl. vor.

Á blaðamannafundi í morgun kynntu fjármála- og efnahagsráðherra og varaformenn stjórnarflokkanna verkefni fyrir rúma sex milljarða króna sem fá viðbótarfjármagn á fjárlögum til að skapa störf og efla fjárfestingu og vaxandi atvinnugreinar.

Þessi nýju verkefni koma til viðbótar fjármagni til samgöngubóta, nýsköpunar og rannsóknasjóða og sóknaráætlana landshluta sem veitt var í fjárfestingaráætlun í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi og fjármagnað var með tekjum af veiðigjöldum. Alls verður því yfir 10 milljörðum króna varið til verkefna á árinu 2013, í samræmi við fjárfestingaáætlun fyrir Ísland.

Markmiðið er aukin fjárfesting og fjölgun starfa, sem hefur jákvæð áhrif á hagvöxt og styrkir tekjugrunn ríkissjóðs.

Fjármögnun fjárfestingaáætlunarinnar er tvíþætt. Annars vegar er fjár til verkefna á sviði samgangna og rannsókna/þróunar aflað með veiðileyfagjaldi, en þau bættust við framkomna samgönguáætlun og voru samþykkt í júni. Fé til rannsóknarsjóða var svo aukið í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í haust. Hinsvegar eru verkefni sem lúta að eflingu vaxtargreina og fasteigna fjármögnuð með arði og eignasölu.

Tvö frávik eru frá áætluninni frá því hún var kynnt í vor. Annars vegar er ekki komin niðurstaða í flýtingu viðhaldsverkefna á vegum Fasteigna ríkisins. Hins vegar er gert ráð fyrir að fjármögnun Íbúðalánasjóðs vegna leiguíbúða kalli ekki ein og sér á eiginfjárframlag á þessu stigi. Málefni Íbúðalánasjóðs og þörf fyrir aukið eigið fé eru til sérstakrar skoðunar og verður horft til uppbyggingar leiguíbúða í því samhengi.

Framlög til verkefna innan fjárfestingaáætlunar árið 2013 (m.kr.)

Verkefni fjármögnuð með veiðigjaldi og leigutekjum skv. frjárlagafrumvarpi 2013 4.200
Samgönguframkvæmdir, aukning   2.500  
Rannsóknar- og tækniþróunarsjóður, aukning   1.300  
*Sóknaráætlun landshluta   400  
       
Ný verkefni fjármögnuð með arðgreiðslum við 2. umr. fjárlagafrumvarps 6.130
Fasteignir 3.430  
Fangelsi 1.000    
Hús íslenskra fræða 800    
Herjólfur/Landeyjahöfn 640    
Náttúruminjasafn/sýning 500    
Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri 290    
Friðuð og friðlýst hús og mannvirki
200    
Græna hagkerfið 1.030
Grænn fjárfestingasjóður, nýtt 500    
Græna hagkerfið og grænkun fyrirtækja, nýtt 280    
Græn skref og vistvæn innkaup, nýtt 150    
Grænar fjárfestingar, nýtt 50    
Orkuskipti í skipum, nýtt 50    
Skapandi greinar 920
Kvikmyndasjóður, aukning 470    
Verkefnasjóðir skapandi greina, nýtt 250    
Netríkið Ísland, aukning 200    
Ferðaþjónusta 750
Uppbygging ferðamannastaða, aukning 500    
Innviðir friðlýstra svæða, nýtt 250    
       
Samtals 10.330


*Í fjárfestingaáætluninni var gert ráð fyrir að framlag til sóknaráætlana landshluta yrði fjármagnað af leigutekjum aflaheimilda á Kvótaþingi en frumvarp um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi hefur ekki verið afgreitt á Alþingi. Engu að síður er eitt af áherslumálum ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpinu að 0,4 mia.kr. verði varið í sóknaráætlanir landshluta.

Þegar hefur verið greint frá þeim hluta fjárfestingaáætlunarinnar sem fjármagnaður er með veiðileyfagjöldum. Í frumvarpi til fjárlaga kemur fram að 4,2 milljörðum króna sem kemur af gjöldunum verði varið til samgangna, rannsókna og nýsköpunar og sóknaráætlunar landshluta.

Fjárfestingaáætlun fyrir 2013-2015 er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og er ætlað að styðja við efnahagsbata og hagvöxt. Áætlunin byggir á þeim rökum að við núverandi stöðu efnahagsmála sé skynsamlegt að verja umtalsverðum hluta þeirra fjármuna sem bundnir hafa verið í bönkum og hluta auðlindagjalda með því fjárfesta með skipulögðum og markvissum hætti í innviðum samfélagsins, í almannaþágu. Þannig styrkist undirstaða hagvaxtar og tekjugrunnur ríkissjóðs til framtíðar.

Við undirbúning fjárfestingaráætlunar og forgangsröðun verkefna var byggt á fyrirliggjandi stefnumótun stjórnvalda í ríkisfjármálum, efnahagsmálum og Ísland 2020.

Fjárfestingaráætlun til þriggja ára

Liður Alls árin 2013-2015 2013 2014 2015
Fjármögnun með arði og eignasölu 18.850 6.130 6.710 6.010
Efling vaxandi atvinnugreina, alls 8.540 2.700 3.120 2.720
Ferðaþjónusta 2.250 750 750 750
Uppbygging ferðamannastaða 1.500 500 500 500
Innviðir friðlýstra svæða 750 250 250 250
Skapandi greinar 2.760 920 920 920
Kvikmyndasjóður 1.410 470 470 470
Verkefnasjóður skapandi greina 750 250 250 250
Netríkið Ísland 600 200 200 200
Græna hagkerfi 3.530 1.030 1.450 1.050
Grænar fjárfestingar 150 50 50 50
Grænn fjárfestingasjóður 1.000 500 500  
Grænkun fyrirtækja 1.280 280 500 500
Græn skref og vistvæn innkaup 600 150 200 250
Orkuskipti í skipum 500 50 200 250
Fasteignir 10.310 3.430 3.590 3.290
Fangelsi 2.500 1.000 1.000 500
Herjólfur/Landeyjarhöfn 2.140 640 1.300 200
Menntavísindahús 1.300     1.300
Hús íslenskra fræða 2.400 800 800 800
Náttúruminjasafn 500 500 0 0
Friðuð og friðlýst hús og mannvirki
600 200 200 200
Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri 870 290 290 290



Fjárfestingaráætlun til þriggja ára, fjármagnað með veiðigjöldum

Liður 2013-2015 2013 2014 2015
  15.600 4.200 5.700 5.700
Samgöngur, flýting 7.500 2.500 2.500 2.500
Rannsóknir- og nýsköpun 5.300 1.300 2.000 2.000
Sóknaráætlun landshluta 2.800 400 1.200 1.200


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum