Hoppa yfir valmynd
24. október 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kynbundinn launamunur verði úr sögunni

Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, ásamt samtökum aðila vinnumarkaðarins, hafa undirritað viljayfirlýsingu um aðgerðir til að eyða kynbundnum launamun.

Í yfirlýsingunni segir að mikilvægt sé að koma með formlegum hætti á aðgerðahópi þessara aðila til að vinna að launajafnrétti kynjanna. „Markmið slíks samstarfs er að að eyða kynbundnum launamun sem enn er viðvarandi vandi á innlendum vinnumarkaði.“

Settur verður á fót aðgerðahópur í tilraunaskyni til tveggja ára með möguleika á framlengingu, ákveði aðilar að halda beri samstarfinu áfram.

Verkefni aðgerðahópsins skal meðal annars vera að vinna að samræmingu rannsókna á kynbundnum launamun, annast gerð áætlunar um kynningu jafnlaunastaðals, upplýsingamiðlun og ráðgjöf um launajafnrétti kynjanna til stofnana og fyrirtækja.Undirritun viljayfirlýsingar 24. október 2012

Viljayfirlýsing stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum