Hoppa yfir valmynd
24. október 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Rætt um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Ráðstefna og málstofa um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verður haldin á Grand hótel 30. október nk.

Á ráðstefnunni verða veitt nýsköpunarverðlaun og viðurkenningar en 62 verkefni frá 31 stofnun og 11 sveitarfélögum voru tilnefnd  til nýsköpunarverðlauna í ár.

Að viðburðunum standa fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Samband íslenskra sveitarfélaga,  Félag stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Samstarfsaðilar vilja með framtaki sínu draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi.

Daginn eftir, 31. október kl. 8:30-12:15 á Grand hótel Reykjavík, er boðið upp á námskeið um nýsköpun í opinberri þjónustu og nýsköpun. Kennari er Jakob Schjörring frá Mindlab í Danmörku, en Mindlab er samstarfsverkefni þriggja danskra ráðuneyta um nýsköpun í opinberum rekstri og hefur aðferðafræði þeirra sem byggir á samstarfi við notendur þjónustunnar við þróun nýrra og betri lausna í verkefnum hins opinbera vakið mikla athygli og eru starfsmenn Mindlab eftirsóttir fyrirlesarar víða um heim.

Nánar um skráningu á ráðstefnuna og málstofu.

Nánar um námskeið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum