Hoppa yfir valmynd
26. september 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Rafræn skilríki fyrir alla lækna

Rafræn skilríki
Rafræn skilríki

Embætti landlæknis hyggst nota rafræn skilríki til öruggrar auðkenningar fyrir aðgang lækna að lyfjasögu skjólstæðinga sinna úr lyfjagagnagrunni.

Gert er ráð fyrir að tilraunaverkefni með þátttöku 30-50 lækna hefjist í nóvember og að allir læknar geti fengið aðgang fyrir lok janúar 2013. 

Almenningi verður einnig veittur aðgangur að sinni lyfjasögu með rafrænum skilríkjum og er gert ráð fyrir að því verkefni verði lokið í apríl 2013.

Landlæknir fagnar þessu stóra skrefi í framfaraátt í öruggri miðlun upplýsinga í heilbrigðiskerfinu og bindur miklar vonir við að rafræn skilríki komi til með að auðvelda alla þá miðlun upplýsinga í framtíðinni sem svo mjög er kallað eftir.

Í deiglunni er að nota rafræn skilríki til öruggrar auðkenningar og rafrænnar undirritunar í ýmsum verkefnum á vegum embættisins og má þar nefna nýja útfærslu dánar- og ökuleyfisvottorða og rafrænar umsóknir um starfs- og rekstrarleyfi. 

Embættið hefur fengið styrk frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til kaupa á rafrænum skilríkjum fyrir alla starfandi lækna á landinu.

Einnig er ætlunin að almenningur geti notað rafræn skilríki til að nálgast eigin sjúkraskrárupplýsingar, eiga örugg samskipti við heilbrigðisstarfsfólk og bóka tíma rafrænt.  Gera má ráð fyrir að öðrum starfsstéttum en læknum verði boðið að fá rafræn skilríki eftir þörfum þegar fram líða stundir.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum