Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Starfshópi falið að meta horfur um efnahag Íbúðalánasjóðs

Íbúðalánasjóður birti í dag árshlutareikning fyrir afkomu sjóðsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

Þar kemur fram að rekstrarniðurstaða tímabilsins er neikvæð um 3,1 ma.kr. Eigið fé sjóðsins var í lok tímabilsins um 6,5 ma.kr. samanborið við rúma 9,5 ma.kr. í árslok 2011.

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt tillaga fjármálaráðherra að fela starfshópi að leggja mat á stöðu og horfur um efnahag Íbúðalánasjóðs. Verður tilnefnt í hann af hálfu fjármálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, velferðarráðuneytis og atvinnuvegaráðuneytis, og samráð haft við sjóðinn og stjórn hans.

Stjórnvöld hafa áður lýst yfir að Íbúðalánasjóður njóti fulls stuðnings ríkisins og svo verði áfram. Boðað hefur verið að tryggt verði, til lengri tíma litið, að eiginfjárhlutfall sjóðsins verði í samræmi við ákvæði reglugerðar um sjóðinn og verði að lágmarki 5% af áhættugrunni sjóðsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum