Hoppa yfir valmynd
4. maí 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vel heppnuð útgáfa ríkissjóðs á skuldabréfum í bandaríkjadölum á erlendum mörkuðum

Ríkissjóður Íslands gekk í gærkvöldi frá samningum um útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 1 milljarði Bandaríkjadala, sem jafngildir um 124 milljörðum króna.

Skuldabréfin bera fasta vexti og eru gefin út til 10 ára á ávöxtunarkröfunni 6,0%. Fjárfestar sýndu útgáfunni mikinn áhuga og nam eftirspurn um 4 milljörðum Bandaríkjadala.  Fjárfestahópurinn samanstendur aðallega af fagfjárfestum frá Bandaríkjunum og Evrópu.  Skuldabréfaútgáfan kom í framhaldi kynningarherferðar í Bandaríkjunum og Evrópu.  Umsjón var í höndum Deutsche Bank, J.P. Morgan og UBS Investment Bank.

„Þessi aðgerð markar heilmikil tímamót fyrir Ísland og er afar jákvæð fyrir íslenskt efnahagslíf“, segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra „Við erum með þessu að fylgja eftir vel heppnaðri skuldabréfaútgáfu frá því í fyrra á bréfum sem gefin voru út til skemmri tíma.  Viðbrögð fjárfesta eru mjög ánægjuleg, eftirspurn er tvisvar sinnum meiri en í síðustu skuldabréfaútgáfu og fjöldi þátttakenda í útboðinu er einnig tvöfalt meiri en þá. Þetta er fyllilega í samræmi við stefnumörkun okkar í lánamálum ríkisins þar sem markmiðin eru meðal annars þau að tryggja aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum til lengri tíma og að stórum og fjölbreyttum hópi fjárfesta."

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum