Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ný rannsókn á starfskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana

Könnunin er á sviði stjórnunar og starfsmannamála ríkisstofnana, sem er hluti af rannsóknum sem gerðar hafa verið á síðustu árum á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Að könnuninni stóðu fjármálaráðuneytið, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Í rannsókninni kemur m.a. fram að stærstur hluti forstöðumanna ríkisstofnana (90%) er almennt ánægðir í starfi en vinnuálag hafi vaxið mjög frá árinu 2007.

Rannsóknin beinist að starfsumhverfi forstöðumanna og er spurt um flesta þá þætti sem snerta verkefni stjórnenda og viðhorf þeirra til eigin starfs og starfsumhverfis. 

Sambærileg rannsókn var gerð á árinu 2007 og fæst því mikilvægur samanburður á starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana á milli tímabila. Rannsóknir sem þessar gefa mikilvægt tækifæri til stöðumats á styrkleika og áskorunum í ríkisrekstri og til skoðunar á hvernig stjórnunarhættir ríkisins þróast. Er það í fullu samræmi við stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar um að vanda  stjórnsýsluhætti og efla traust almennings á stofnunum hins opinbera.

Í skýrslunni er jafnframt gerð grein fyrir afstöðu forstöðumanna til eigin hæfni og starfsþróunar, viðhorf þeirra til samskipta við ráðuneyta og ákvörðunar eigin launa og starfsmanna svo fátt eitt sé nefnt.

Meðal helstu niðurstaðna má nefna að starfsánægja er mikil meðal forstöðumanna. Um 90% eru á heildina ánægð í starfi sínu, þó telja forstöðumenn ríkisstofnana vinnuálag aukist frá fyrri könnun og einnig hefur óánægja forstöðumanna með laun sín hefur aukist verulega milli kannana.  Forstöðumenn telja sérstaklega mikilvægt að öðlast meiri færni í aðferðum til nýsköpunar í opinberum rekstri (64%) og að virkja fólk í starfi. Þá telja um 80% forstöðumanna að ímynd stofnunar sinnar í samfélaginu og ánægja viðskiptavina til þjónustu hennar sé jákvæð.

Í meðfylgjandi skjali er samantekt á niðurstöðum könnunarinnar og jafnframt má lesa könnun ársins 2011 í heild sinni hér.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum