Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Hvað kostar þekking?

Ráðstefna um launamál háskólamenntaðra verður haldin í samstarfi fjármálaráðuneytisins og BHM á Hilton Reykjavík Nordica, 10. febrúar 2012 kl. 10.00-15.00.

Í kjarasamningum milli ríkisins og aðildarfélaga BHM frá 2011 segir (bókun 1):

Það er sameiginlegt markmið samningsaðila að skapa ríkisstofnunum aukna möguleika til að vera skilvirkir og eftirsóknarverðir vinnustaðir. 

Til þess að svo geti orðið þarf sú umgjörð sem kjarasamningar og launakerfi skapa að vera í sífelldri endurskoðun og þróun, þannig að umgjörðin sem slík takmarki ekki framgang starfsmanna í starfi.

Ráðstefnunni er ætlað að vera innlegg í sameiginlega vinnu samningsaðila við mat og endurskoðun á launakerfi háskólamenntaðra hjá ríkinu.

Á dagskrá eru erindi sérfræðinga um launamál á Íslandi og launakerfi háskólamenntaðra í Danmörku og Svíþjóð. Sá hluti dagskrár verður fluttur á ensku.

Jafnframt verður kynnt samstarf fjármálaráðuneytisins og BHM um skoðun á núverandi launakerfi, fjallað um stöðu bókunar 1 og starfið henni tengt hingað til.

Mikilvægt er að forstöðumenn og þeir stjórnendur sem fara með mannauðsmál taki þátt í ráðstefnunni.

Ráðstefnunni lýkur með umræðum og samantekt. Þátttökugjald er kr. 7.000 og er hádegisverður innifalinn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum