Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálaráðherrar Íslands og Grænlands hittast

                                                Maliina Abelsen, landstjórnarfulltrúi                              Fjármálaráðherrar Grænlands og Íslands
sem fer með ábyrgð fjármála á Grænlandi,
er stödd hér á landi í vinnuheimsókn.
Heimsóknin hófst á föstudag en lýkur
í dag mánudag.
Abelsen og fylgdarlið hennar hefur meðal annars kynnt sér starfsemi orkufyrirtækja hér á landi og ferðaðist í þeim tilgangi til Austurlands um helgina.

Vel fór á með þeim Oddnýju G. Harðardóttur og Maliinu Abelsen þegar þær hittust í fjármálaráðuneytinu. 

Maliina Abelsen er fædd 1976 í Nuuk og situr á grænlenska þinginu fyrir vinstriflokkinn Inuit Ataqatigiit. Í landsstjórn Grænlands eru landsstjórnarformaður og landsstjórnarfulltrúar, sem líkja má við stöðu ráðherra hjá öðrum ríkisstjórnum. Maliina hefur bæði gegnt stöðu landstjórnarfulltrúa Grænlands í félagsmálum og nú í fjármálum. 




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum