Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs meðal þeirra bestu

Euroweek Awards
Euroweek Awards

Enn vekur alþjóðleg skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs Íslands frá því í júní sl. mikla athygli. Fagtímaritið Euroweek hefur valið útgáfu Íslands meðal þeirra bestu í vali sínu á bestu skuldabréfaútgáfum ársins 2011.

Útgáfan varð í 2. sæti í flokki þjóðríkja sem gáfu út skuldabréf í Bandaríkjadölum, og í 10. sæti í vali á bestu útgáfum í öllum flokkum.
Í flokki þjóðríkja sem gáfu út skuldabréf í Bandaríkjadölum varð útgáfa Englandsbanka í 1. sæti, útgáfa ríkissjóðs Íslands varð í öðru sæti og útgáfa ríkissjóðs Finnlands í 3. sæti.
Í vali á bestu útgáfum í öllum flokkum varð útgáfa Björgunarsjóðs evrusvæðisins (EFSF) í efsta sæti en á listanum yfir 10 bestu útgáfurnar er m.a. að útgáfur Evrópusambandsins, Alþjóðabankans og Bretlands.

Euroweek er fagtímarit sem fjallar um viðskipti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Við val blaðsins á bestu skuldabréfaútgáfum var bæði stuðst við útnefningar fjárfestingarbanka og kosningu markaðsaðila. Euroweek fjallaði talsvert um íslensku útgáfuna í skrifum sínum á sl. ári, bæði í hefðbundnu eintaki í júní sem og í séreintaki tímaritsins í september þar sem einblínt var á lántakendur. Í skrifum Euroweek kemur m.a. fram að um væri að ræða einhver best heppnuðu viðskipti ársins á fjármálamörkuðum og það væri mikið afrek að Ísland væri aftur komið á skuldabréfamarkað svo stuttu eftir efnahagsáfall vegna falls íslenska bankakerfisins árið 2008.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum