Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Morgunverðarfundur um bætta umgjörð fjárlagagerðar

Félag forstöðumanna ríkisstofnana og fjármálaráðuneytið í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boða til morgunverðarfundar miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 8:30-12:00 á Grand Hótel Reykjavík. Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, mun flytja erindi ásamt fleirum.

Morgunverður hefst kl. 8:00 og fundur kl. 8:30 stundvíslega. Þátttökugjald kr. 5.400.

Dagskrá:


8.30-8:40 Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður  Félags forstöðumanna
8:40-8:50 Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra: Fjárlagaferlið - hvað þarf að bæta?
8:50-9:10 Gunnar Hall, fjársýslustjóri: Núgildandi lög og reglur um fjárreiður ríkisins. Helsti styrkur og  veikleikar í tímans rás.
9:10-9:30 Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi : jónarmið Ríkisendurskoðunar um fjárreiður ríkisins.
9:30-10:00 Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins
Ný löggjöf um opinber fjármál, álitamál og áherslur.

Kaffihlé 10:00-10:15

10:15-10:30 Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.
Opinber fjármál og áhrif þeirra á atvinnulífið.
10:30-10:50 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður og formaður  fjárlaganefndar Alþingis:  Fjárveitingavald Alþingis og eftirlit með framkvæmd  fjárlaga.
10:50-11:10 Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar: Getur aukið samráð við forstöðumenn ríkisstofnana bætt fjárlagagerðina,  rýni til gagns.
11:10-11:45 Pallborðsumræður.
11:45-12:00 Samantekt, fundarslit.

Fundarstjóri: Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari.

Mikil umræða er innan stjórnkerfisins, á Alþingi og meðal forstöðumanna ríkisstofnana um umbætur á fjárlagaferlinu. Ríkisendurskoðun hefur jafnframt bent á ýmsa ágalla við fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga og þá hafa ýmsir forstöðumenn ríkisstofnana verið gagnrýnir á fjárlagaferlið.   Rætt er um auknar áherslur á stefnumótun, bætta áætlanagerð, meiri samhæfingu allra hlutaðeigandi aðila við fjárlagagerð og strangari aga við framkvæmd fjárlaga.   

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD hafa á undanförnum misserum lagt fram tillögur og ábendingar til stjórnvalda um ofangreind atriði. Tillögur þessar byggja m.a. á best þekktu aðferðum við undirbúning, framkvæmd  og eftirfylgni með fjárreiðum ríkisins, auk viðurkenndra alþjóðlegra viðmiða sem ráðlegt er að hafa til hliðsjónar.

Nýlega skipaði fjármálaráðherra nefnd um endurskoðun gildandi löggjafar um fjárreiður ríkisins. Nefndin er skipuð innlendum sérfræðingum á þessu sviði frá Hagstofu Íslands, Ríkisendurskoðun, Fjársýslu ríkisins, frá stjórnarráðinu, Seðlabanka, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og fjárlaganefnd Alþingis, sem tilnefnir áheyrnarfulltrúa í nefndina.     

Á fundinum 25. janúar verður tekin staðan á umræðunni um umbætur á fjárlagaferlinu, ræddar athugasemdir og ráðleggingar um breyttar áherslur, hverjir eru veikleikar og styrkleikar núverandi kerfis og hvað þarf að bæta í samráði, vinnubrögðum, ferli fjárlagagerðar og eftirfylgni með fjárlögum. Rætt verður um fyrirmyndar aðferðir sem notaðar eru í öðrum löndum jafnframt því sem rætt verður um helstu hugmyndir og álitaefni sem unnið er með í yfirstandandi endurskoðun á fjárreiðulögum. Kynntar verða hugmyndir þingmanna um hlutverk Alþingis við gerð fjárlaga og eftirlit með framkvæmd þess og ræddar áherslur atvinnulífsins og forstöðumanna ríkisstofnana um breytingar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum