Hoppa yfir valmynd
4. janúar 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nýskipaður fjármálaráðherra hefur störf

Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra
Oddný G. Harðardóttir

Nýskipaður fjármálaráðherra, Oddný G. Harðardóttir, hefur tekið til starfa í fjármálaráðuneytinu.

Oddný er fædd 9. apríl 1957 og er fyrst kvenna til að gegna stöðu fjármálaráðherra Íslands. Oddný hefur meðal annars starfað sem bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs á árunum 2006-2009, verið alþingismaður Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna frá árinu 2009 og gegnt stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar, fjárlaganefndar, menntamálanefndar og setið í þingmannanefnd um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Hún segist hlakka til að takast á við verkefni í fjármálaráðuneytinu;

"Verkefnin sem bíða mín sem fjármálaráðherra eru viðamikil og krefjandi en um leið afar spennandi. Efnahagsbatinn í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur verið framar vonum og vakið mikla athygli og mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut. Það verður gert með áframhaldandi aga í ríkisfjármálum og styrkri stjórn í þeim málaflokki."


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum