Hoppa yfir valmynd
27. september 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri

Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís hafa tekið höndum saman um að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Af því tilefni var óskað eftir tilnefningum forstöðumanna til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri í síðasta mánuði. Einu skilyrðin eru að verkefninu hafi verið hrint í framkvæmd á sl. tveimur árum og að skilgreindum árangri hafi verið náð.

Nýsköpun í opinberum rekstri felur í sér að skapa nýjar lausnir og bæta það sem er til staðar í starfsemi opinberra stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga. Þetta á m.a. við um nýja og endurbætta þjónustu eða vöru, tækni, aðferðir, stjórnskipulag, verklag og verkferla.
Tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu sendar á vefpóstfangið [email protected] og er skilafrestur tilnefninga til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri til 1. október nk.

Ráðstefna um nýsköpun í opinberum rekstri verður svo haldin þann 3. nóvember næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík. Þar verða afhent nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri, vefsíða um nýsköpun í opinberum rekstri verður opnuð og Edwin Lau, sérfræðingur hjá OECD mun halda erindi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum