Hoppa yfir valmynd
25. maí 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

OECD spáir 2,2% hagvexti 2011 - Ráðherra á vorfundi OECD

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, situr nú vorfund OECD sem stendur yfir í  París en stofnunin fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir. Fjármálaráðherra flutti í gær erindi á málstofu um endurreisn trausts á fjármálakerfum (Restoring Trust in the System) þar sem lögð var áhersla á fjármálareglur, eftirlit og neytendavernd.

Steingrímur fjallaði þar um reynslu Íslands af fjármálakreppunni og hvaða lærdóm megi draga af þeirri reynslu. Sagði fjármálaráðherra meðal annars í erindi sínu að vandinn sem mörg ríki standa frammi fyrir verði ekki aðeins leystur með því að herða á regluverki og eftirliti. Algjör umbylting verði að eiga sér stað hjá fjármálastofnunum sjálfum og þeirri hugmyndafræði sem hefur verið við lýði við stjórnun þessara stofnanna. Í þessu sambandi nefndi hann sérstaklega bónusgreiðslur til bankamanna. Fjármálaráðherra ræddi einnig um að erfiðum spurningum um innstæðutryggingakerfi þyrfti að svara, á borð við hvort slík kerfi nytu ríkisábyrgðar eða væru eingöngu á ábyrgð bankanna.

OECD birti í morgun nýja hagvaxtarspá fyrir Ísland. Í henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur árið 2011 verði 2,2% og  2,9% hagvöxtur verði hér árið 2012.

Þessi nýja spá er mun hagstæðari en fyrri spá frá því í nóvember sl. Þá spáði stofnunin 1,5% hagvexti fyrir árið 2011 og 2,6% fyrir árið 2012. OECD spáir því einnig nú að atvinnuleysi minnki niður í 7% á þessu ári og verði 5,8% á því næsta.

Ný spá OECD fyrir Ísland
http://www.oecd.org/document/62/0,3746,en_2649_37443_45269950_1_1_1_37443,00.html

Ýmsar upplýsingar OECD um Ísland
http://www.oecdbetterlifeindex.org/countries/iceland

Málstofa þar sem Steingrímur J. Sigfússon, hélt erindi sitt

http://www.viewontv.org/oecd/forum2011/?titre=28#anc28

Viðtal Reuters fréttastofunnar við Steingrím J. Sigfússon á vorfundi OECD
http://link.reuters.com/hev69r



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum