Hoppa yfir valmynd
21. desember 2010 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tollkvóti fyrir kartöflunasl frá Noregi

Með vísan til reglugerðar nr. 928/2010, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 2. desember 2010, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir kartöflunasl í tollskrárnúmeri 2005.2003, sem upprunnið er í Noregi og er innflutt þaðan, sbr. bókun 4 við EES-samninginn:

 

Tollskrárnúmer Vara
Tímabil
Vörumagn, kg
Verðtollur, %
Magntollur, kr./kg
Kartöflur
10.01.11-31.12.11
15.000
0
0
2005.2003
Nasl svo sem skífur, skrúfur, hringir, keilur, stangir o.þ.h., þó ekki úr kartöflumjöli.

 

Berist umsóknir um meiri innflutning en nemur auglýstum tollkvóta verður úthlutun miðuð við hlutfall innflutnings hvers umsækjanda miðað við heildarinnflutning allra umsækjenda á kartöflunasli í tollskrárnúmeri 2005.2003 á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2010. Úthlutun er ekki framseljanleg.

Skriflegar umsóknir skulu berast til fjármálaráðuneytisins, tekju- og skattaskrifstofu, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 7. janúar n.k.

Eingöngu er auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir kartöflunasl á heimasíðu fjármálaráðuneytisins.

Fjármálaráðuneytinu, 20. desember 2010.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum