Hoppa yfir valmynd
11. október 2010 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Námsstefna í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð með Dr. Elisabeth Klatzer

Mánudaginn 18. október næstkomandi kl. 9-12 verður haldin námsstefna í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð á Hótel Nordica.

Á námsstefnunni mun Dr. Elisabeth Klatzer, sérfræðingur í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð, miðla af reynslu sinni. Hún starfar m.a. sem ráðgjafi í kynjasamþættingu hjá austurríska kanslaraembættinu og hefur tekið þátt í fjölmörgum tilraunaverkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Doktorsritgerð hennar í hagfræði fjallaði um aðferðir og reynslu alþjóðasamfélagsins af kynjaðri hagstjórn.

Efni námsstefnunnar

  • Hvað er kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð?
  • Saga kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar
  • Hvernig virkar kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð?
  • Dæmi um hvernig unnið er að verkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð
  • Hlutverk mismunandi hagsmunahópa
  • Stærsta áskorunin: Hvaða leiðir eru áhrifaríkar við innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar í ákvarðanatöku og stefnumótun? 

Fyrir hverja
Námsstefnan er fyrir þau sem vinna tilraunaverkefni í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð, alla sem koma að fjárlaga- eða fjárhagsáætlunargerð hjá ríki og sveitarfélögum, fulltrúa stéttarfélaga, fræðifólk, femínista, þingmenn, ráðherra, fulltrúa í fjárlaganefnd og alla þá sem hafa áhuga á kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Námsstefnan er opin öllum og aðgangur er ókeypis.

Skráning
Skráning fer fram hjá Katrínu Önnu Guðmundsdóttur hjá fjármálaráðuneytinu á netfanginu: [email protected]. Hún veitir einnig nánari upplýsingar um námsstefnuna. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 14. október.

Námsstefnan er samstarf verkefnisstjórnar í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð og GET – alþjóðlega jafnréttisskólans.

Fjármálaráðuneytið og GET

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum