Hoppa yfir valmynd
23. júní 2010 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skattaflótti til Mónakó stöðvaður

Norðurlöndin, Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Finnland auk sjálfstjórnarsvæðanna Grænlands og Færeyja undirrituðu í dag samning í sendiráði Noregs í París um skipti á upplýsingum við Mónakó.

Samningurinn veitir norrænum skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um alla sem reyna að komast hjá því að greiða tekjuskatt og fjármagnstekjuskatt. Samningurinn felur einnig í sér gagnkvæma upplýsingagjöf um eignir sem ekki hafa verið gefnar upp í heimalandinu.

Allir samningar eru tvíhliða til að uppfylla skilyrði stjórnarskrá landanna og á Íslandi verður ríkisstjórnin að staðfesta þá áður en þeir ganga í gildi. Samningurinn er árangur umfangsmikils starfs sem unnið er innan Norrænu ráðherranefndarinnar og felst í því að stöðva skattaundanskot.

Hafa norrænu ríkin undirritað samninga um gagnkvæma upplýsingagjöf við fjölmörg ríki frá vori 2007.

Sjá nánar á www.norden.org.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum