Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2010 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Sameiginlegur fundur stjórnenda og trúnaðarmanna í framhaldsskólum

Fimmtudaginn 28. janúar héldu fjármálaráðuneytið og Kennarasambandi Íslands í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Félag íslenskra framhaldsskóla sameiginlegan fund á Hótel Nordica með stjórnendum og trúnaðarmönnum í framhaldsskólum.

Fundurinn stóð frá 11.30 til 17.00. Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytisins setti fundinn og var fundarstjórn í höndum Halldóru Friðjónsdóttur, sérfræðings í fjármálaráðuneyti. Guðmundur H. Guðmundsson og Sigurlaug K. Jóhannsdóttir, sérfræðingar í fjármálaráðuneyti, Gísli Þór Magnússon og Arnór Guðmundsson, skrifstofustjórar í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Ægir Már Þórisson, ráðgjafi í Capacent, Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara og Guðbjörg Aðalbergsdóttir, formaður Félags íslenskra framhaldsskóla fluttu erindi á fundinum. Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, sá um samantekt fundarins.

Tilefni fundarins var bókun 2 og 1. kafli framkvæmdaáætlunar með kjarasamningi framhaldsskólans. Tilgangur fundarins og þráðurinn í gegnum daginn var að vísa til bestu aðferða til að tryggja að skólastarf nái markmiðum sínum fyrir nemendur og þjóðfélagið á þeim þrengingartímum sem nú eru. Dregin var upp mynd af efnahagslegum veruleika skólanna og framtíðarsýn mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna skólakerfisins. Sérfræðingar frá fjármálaráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti fóru yfir úrræði á samdráttartímum í samræmi við veruleika skólanna. Sérstök áhersla var lögð á mikilvægi samvinnu í þeim breytingum sem eru að verða og með hvaða hætti þeim verður stjórnað. Hlutverk trúnaðarmanna og samstarfsnefnda auk sérstakra tímabundinna samstarfsvettvangs innnan hvers skóla var rætt. Fundarmenn settust svo saman og ræddu í hópum valin efni. Í lok dagsins var svo lærdómur dagsins tekinn saman og sú eftirfylgni sem stefnt er að.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum