Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ráðstefna um kynjaða fjárlagagerð

Föstudaginn 13. nóvember verður haldin ráðstefna á Hótel Nordica undir yfirskriftinni Kynjuð fjárlagagerð. Hvað er það?

Helsta markmiðið með ráðstefnunni er að kynna hugmyndafræði og aðferðir kynjaðrar fjárlagagerðar sem fjölmörg Evrópuríki hafa tekið upp til að auka jafnrétti kynjanna. Með því að beita aðferðum kynjaðrar fjárlagagerðar er stefna stjórnvalda í jafnréttismálum samþætt stefnu þeirra í efnahagsmálum.

Dagskrá

  • 09:00 Ráðstefnan sett. Ráðstefnustjóri Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra
    Jafnréttisstofu.
  • 09:15 Ávarp fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar.
  • 09:30 An Introduction to Gender Budgeting. Catharina Schmitz, aðstoðarframkvæmdastjóri Institute of Public Management.
  • 10:30 Kaffihlé.
  • 11:00 Gender mainstreamed in the state budget process in Finland. Païvi Valkama, skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu finnska fjármálaráðuneytisins.
  • 11:45 Spurningar úr sal.
  • 12:00 Hádegisverður.
  • 13:00 Kynjuð fjárlagagerð á umbrotatímum. Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Stjórnhátta.
  • 13:30 Jöfnum leikinn - kynjasamþætting til árangurs. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
  • 13:45 Kynjuð hagstjórn - réttlátt þjóðfélag? Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum hjá ASÍ.
  • 14:00 Pallborðsumræður með öllum þátttakendum.
  • 14:50 Stutt samantekt. Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri á tekju- og skattaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.

Að ráðstefnu lokinni verður samverustund þar sem gestum gefst kostur á að ræða saman og skiptast á skoðunum um efni ráðstefnunnar yfir léttum veitingum.

Ráðstefnan er liður í formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2009. Fjármálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisstofa standa að ráðstefnunni í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana.

Nánari upplýsingar veitir Halldóra Friðjónsdóttir í fjármálaráðuneytinu, netfang [email protected], sími 545 9200.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum