Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2002 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úttekt ríkiendurskoðunar á árangursstjórnun í ríkisrekstri

Nú í sumar hefur stjórnsýsluendurskoðun ríkisendurskoðunar staðið fyrir úttekt á árangurstjórnun í ríkisrekstri.

Von er á niðurstöðu úttektarinnar nú í vetur en sex ár eru liðin síðan ríkistjórnin samþykkti að hefja innleiðingu á þessari stjórnunaraðferð. Þegar hafa verið gerðir ríflega 110 árangursstjórnunarsamningar milli ráðuneyta og stofnana þar semskilgreind eru helstu verkefni stofnunar næstu 5 árin, sett fram lýsing á því hvernig hún muni starfa í anda árangursstjórnunar og tilgreindar gagnkvæmar skyldur ráðuneytis og stofnunar.

Innleiðing árangurstjórnunar í ríkisrekstri er þó hvergi nærri lokið og áfram er unnið að framgangi verkefnisins og þróun. Nú 6 árum síðar er þó komin nægileg reynsla á framkvæmdina til þess að hægt sé, áður en lengra er haldið, að staldra við, meta áhrifin og líta til framtíðar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum