Hoppa yfir valmynd
4. maí 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nýleg könnun um stöðu og framtíðarhorfur fyrirtækja

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 30. apríl 2009 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Út er komin ný könnun Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur 500 stærstu fyrirtækja á Íslandi.

Könnunin sem er samstarfsverkefni Fjármálaráðuneytisins, Seðlabanka Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Capacent Gallup var framkvæmd á tímabilinu 3. mars til 22. mars 2009 og svarhlutfall var 68,8%. Vísitalan nær frá 0 upp í 200 stig. Túlka má 100 stig þannig að jafnmargir séu jákvæðir og neikvæðir.

Vísitala efnahagslífsins

Vísitala efnahagslífsins mælist nú 0,7 stig og hefur verið í lágmarki frá haustmánuðum 2008. Langflestir forráðamanna fyrirtækjanna telja aðstæður í efnahagslífinu frekar slæmar eða mjög slæmar og eru niðurstöðurnar svipaðar hvort sem fyrirtækin eru á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Sama á við eftir því í hvaða atvinnugrein fyrirtækin eru.

Ef forráðamenn fyrirtækjanna eru beðnir að hugsa sex mánuði fram í tímann eru niðurstöðurnar þær að vísitala efnahagslífsins mælist 93,4 stig sem gefur til kynna væntingar um óbreytt ástand að þeim tíma liðnum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum