Hoppa yfir valmynd
26. mars 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fyrirspurnir vegna efnahagsvandans

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 26. mars 2009 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Frá því að neyðarlögin voru sett 6. október sl. hefur fjármálaráðuneytinu borist vel á annað hundrað skriflegra erinda frá íslenskum aðilum þar sem óskað er eftir upplýsingum sem tengja má efnahagsvandanum. Þá eru símtöl ótalin.

Þessum erindum hefur verið svarað eins fljótt og auðið er en vegna álags í ráðuneytinu fyrstu vikurnar eftir bankahrunið tók lengri tíma að bregðast við innkomnum erindum en almennt viðgengst.

Fyrst um sinn var aðallega spurt um inneignir í hlutabréfum bankanna og peningasjóðum, hvernig ríkisstjórnin ætlaði að taka á málunum og hvort grípa ætti til sérstakra aðgerða fyrir ellilífeyrisþega, námsmenn og öryrkja. Frá því um áramót hafa hins vegar langflest erindin tengst lífeyrissjóðunum og útgreiðslu á séreignarsparnaði. Auk þess hafa borist margar fyrirspurnir um greiðslu barnabóta.

Athygli er vakin á Upplýsingamiðstöð stjórnvalda sem starfrækt er í forsætisráðuneytinu með þátttöku annarra ráðuneyta. Þar eru veittar upplýsingar um efnahagsáætlun stjórnvalda, aðrar aðgerðir vegna endurreisnar efnahagslífsins og hvert einstaklingar í vanda geta snúið sér. Þá eru ýmsar gagnlegar upplýsingar á vefnum island.is.

Upplýsingamiðstöð stjórnvalda svarar fyrirspurnum almennings í síma 800 1190 milli 9 og 17 alla virka daga. Upplýsingamiðstöðin svarar einnig erindum sem berast bréflega og fylgir því eftir að erindum sem berast stofnunum ríkisins sé svarað.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum