Hoppa yfir valmynd
6. mars 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vöruskiptin í febrúar 2009

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 5. mars 2009 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands nam innflutningur vöru (fob) í febrúar 26,4 ma.kr. sem er nokkuð minni innflutningur en í janúar þegar hann nam 32,3 ma.kr.

Verðmæti útfluttrar vöru nam aftur á móti 32,3 ma.kr. í febrúar en í janúar nam útflutningurinn 33,6 ma.kr. Í febrúar nam því afgangur á vöruskiptum við útlönd 5,9 ma.kr.

Minni innflutningur í febrúar stafar annars vegar af minni innflutningi á hrá- og rekstrarvörum og hins vegar á eldsneyti og olíum en þessir liðir eru báðir mjög sveiflukenndir á milli mánaða. Lágt heimsmarkaðsverð á annars vegar áloxíði sem fylgir álverðinu jafnan mjög vel, og hins vegar olíu hefur greinilega þau áhrif að innflutningsverðmæti þessara liða fer minnkandi. Að öðru leyti er innflutningur í febrúar mjög svipaður og í janúar.

Útflutningsverðmæti sjávarafurða er lítið eitt meira en í janúar en verð íslenskra sjávarafurða í erlendri mynt hefur farið lækkandi að undanförnu. Vegna lágs gengis íslensku krónunnar er útflutningsverðmæti sjávarafurða enn gott í sögulegu samhengi. Útflutningsverðmæti áls er lágt annan mánuðinn í röð og er líklegt að lágt heimsmarkaðsverð á áli sé að draga úr útflutningsverðmæti greinarinnar um þessar mundir þó má ekki útiloka að um einhverja birgðaaukningu sé að ræða hjá álfyrirtækjunum.

Staðvirtur vöruinnflutningur án skipa og flugvéla, janúar 2004 - febrúar 2009

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum