Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Útgjöld ríkissjóðs til almannatrygginga og velferðarmála

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 12. febúar 2009 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Samkvæmt fjárlögum 2009 verða útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála samtals um 127 milljarðar króna.

Frá árinu 1999 til ársins 2009 er áætlað að útgjöld í þessum málaflokki aukist um 56 milljarða króna og er þá tekið tillit til verðlagsbreytinga. Það jafngildir 79% aukningu að raungildi.

Flokkur
1999 m.kr
2009 mkr
Hækkun m.kr
Hækkun %
Sjúkra-, mæðra- og örorkubætur
3.893
11.306
7.414
190
Elli-, örorku- og ekkjulífeyrir
37.637
62.681
25.044
67
Atvinnuleysisbætur
3.593
17.704
14.110
393
Fjölskyldu- og barnabætur
9.113
12.245
3.133
34
Önnur félagsleg aðstoð
7.700
8.590
890
12
Barna- og unglingaheimili
699
968
270
39
Málefni fatlaðra
6.410
11.240
4.830
75
Önnur velferðarþjónusta
1.999
2.558
559
28
Samtals
71.043
127.292
56.249
79

Í töflunni má sjá árleg útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála á árinu 1999, á áætluðu verðlagi ársins 2009, samanborið við fjárlög 2009.

Útgjöldin samsvara til 22,9% af heildarútgjöldum samkvæmt fjárlögum 2009. Árið 1999 voru útgjöld í þessum málaflokki 19,2% af heildarútgjöldum ríkissjóðs og hefur því hlutdeildin hækkað um 3,7%. Um helmingur útgjaldanna eru vegna lífeyristrygginga til elli- og örorkulífeyrisþega en þar hafa árleg útgjöld aukist um 25 milljarða króna á umræddu tímabili.

Útgjöld til atvinnuleysisbóta hækka þó hlutfallslega mest eða um 14 milljarða sem jafngildir 393% aukningu frá árinu 1999. Helsta skýringin á aukningu útgjalda til atvinnuleysisbóta er að áætlað atvinnuleysi í ár er mun hærra en sem nemur atvinnuleysi á árinu 1999. Þó skal bent á að atvinnuleysisbætur eru nú mun hærri en á árinu 1999 og skýrir það að hluta hækkun á útgjöldunum. Þó ber að geta þess að umtalsverð óvissa ríkir um þróun atvinnuleysis.

Almennt þarf ekki að koma á óvart að útgjöld í málefnaflokknum hækki nokkuð, meðal annars vegna fólksfjölgunar. En hækkunin er þó mun meiri en sem nemur fólksfjölgun þar sem að útgjöld á mann hafa hækkað umtalsvert eða um 55% á árunum 1999 til 2009 m.v. áætlað verðlag 2009. Samkvæmt fjárlögum 2009 verða árleg útgjöld á mann 398 þús.kr. en voru 258 þús.kr. á mann árið 1999.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum