Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Steingrímur J. Sigfússon nýr fjármálaráðherra

Árni M. Mathiesenn og Steingrímur J. Sigfússon
Árni M. Mathiesenn og Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon tók við embætti fjármálaráðherra í gær, 1. febrúar 2009, af Árna M. Mathiesen sem gegnt hefur embættinu frá 27. september 2005.

Steingrímur fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 4. ágúst 1955. Kona hans er Bergný Marvinsdóttir læknir. Börn þeirra eru Sigfús, Brynjólfur, Bjartur og Vala.

Steingrímur lauk B.Sc.-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1981. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Alþýðubandalagið árið 1983 og hefur átt sæti á þingi síðan. Steingrímur var landbúnaðar- og samgönguráðherra árin 1988-1991.


Árni M. Mathiesen og Steingrímur J. SigfússonÁrni M. Mathiesen og Steingrímur J. Sigfússon



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum