Hoppa yfir valmynd
19. desember 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Uppfærð áætlun um tekjur ríkissjóðs

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 18. desember 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Fjármálaráðuneytið hefur að undanförnu, í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, uppfært tekjuáætlun ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009 við 2. umræðu á Alþingi.

Heildartekjur ríkissjóðs á árinu 2009 eru áætlaðar 395,8 milljarðar króna, 65,3 milljörðum minni en á árinu 2008. Samdrátturinn nemur 14,2% að nafnvirði en 24,6% að rauvirði, en spáð er að verðbólga verði 13,8% á næsta ári.

Áætlað er að skatttekjur í heild verði 357,7 milljarðar og dragist saman um 48,9 milljarða milli ára. Gert er ráð fyrir að skattar á tekjur og hagnað nemi alls 126,3 milljörðum króna á árinu 2009 og lækki um tæpa 36 milljarða frá árinu 2008.

Áætlað er að skattar á vöru og þjónustu nemi 180,9 milljörðum króna og lækki um 12,2 milljarða króna frá árinu 2008. Áætlunin er byggð á spá um þróun einkaneyslu, innflutnings og annarra hagstærða, en í þjóðhagsspá er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði neikvæður um 9,6% á árinu 2009 og þjóðarútgjöld dragist saman um tæp 20%.

Í meðfylgjandi töflu má sjá áætlunina fyrir einstaka skatta.


Tekjur ríkissjóðs 2007-2009
Tölur á rekstrargrunni, ma.kr.

Málaflokkar Ríkis-reikningur 2007 Fjáraukalaga- frumvarp 2008 Fjárlaga-frumvarp við 2. umr. 2009 Raunbreyting milli ára, % 2009
Heildartekjur ríkissjóðs
486,1
461,1
395,8
-24,6
Skatttekjur
409,0
406,6
357,7
-22,7
1. Beinir skattar alls
206,9
210,4
173,2
-27,7
þ.a. tekjuskattur einstaklinga
85,6
89,3
87,2
-14,2
þ.a. fjármagns-tekjuskattur
28,9
34,3
13,9
-64,3
þ.e. tekjuskattur lögaðila
36,6
34,0
22,1
-42,9
þ.a. tryggingagjöld
38,9
40,4
39,8
-13,5
þ.a. eignarskattar
12,0
7,8
7,1
-20,5
2. Skattar á vöru og þjónustu alls
200,7
193,1
180,9
-17,7
þ.a. virðisaukaskattur
137,7
135,9
128,2
-17,1
þ.a. almenn vörugjöld
19,3
18,8
19,2
-9,9
þ.a. vörugj. af ökut. og eldsneyti
32,4
28,5
24,6
-24,2
3. Aðrar rekstrartekjur
39,6
51,1
33,4
-42,7
þ.a. vaxtatekjur
25,0
39,7
22,3
-50,6
4. Sala eigna
20,5
2,0
3,3
45,0
5. Fjárframlög
2,3
1,4
1,5
-6,0

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum