Hoppa yfir valmynd
6. október 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vöruviðskiptin í september 2008

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 2. október 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru í september fluttar inn vörur fyrir 42,6 ma.kr. á fob virði sem er um 23% aukning frá sl. mánuði en innflutningurinn í ágúst var með minnsta móti.

Fluttar voru út vörur fyrir 42,3 ma.kr. sem er einnig töluverð aukning frá sl. mánuði eða sem nemur um 35%. Vöruskiptahallinn var því ekki nema um 0,3 ma.kr en enn eiga eftir að berast upplýsingar varðandi verslun með flugvélar í mánuðinum. Þessi mikla aukning í bæði inn- og útflutningi má að stórum hluta rekja til gengislækkunar krónunnar en gengisvísitalan var að meðaltali 170,2 stig í september á móti 158 stigum í ágúst en það nemur um 7,7% lækkun á gengi krónunnar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum