Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tekjur landsmanna 2007

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 14. ágúst 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Samkvæmt skattframtölum landsmanna fyrir árið 2007 námu tekjur einstaklinga 992 milljörðum króna.

Þessum tekjum er skipt í tvo flokka með tilliti til skattlagningar, þ.e. launatekjur og fjármagnstekjur. Árið 2007 námu launatekjur landsmanna 610 milljörðum króna og höfðu aukist um 13,8% frá fyrra ári. Það ár námu fjármagnstekjur einstaklinga samtals 244 milljörðum króna.

Á undanförnum árum hefur hlutur fjármagnstekna farið vaxandi í heildartekjum einstaklinga. Skattlagning fjármagnstekna var einfölduð árið 1997 þegar fallið var frá skattlagningu þeirra eins og um launaðar tekjur væri að ræða.

Öran vöxt fjármagnstekna undanfarin ár má rekja til þess m.a. að möguleikar einstaklinga til að ávaxta fé sitt hafa farið mjög vaxandi. Skattstofn fjármagnstekna telur bæði vaxtatekjur, arð og leigutekjur en einnig arð af sölu hlutabréfa og það er síðasttaldi flokkurinn sem hefur vaxið langmest á undanförnum árum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þar af voru 151 milljarðar króna vegna söluhagnaðar en 94 milljarðar vaxta-, arð og leigutekjur.

Hlutdeild fjármágnstekna af heildartekjum



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum