Hoppa yfir valmynd
29. maí 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þróun skattkerfisins 1991-2007

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 29. maí 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Nýverið svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn á Alþingi um meginbreytingar á skattlagningu einstaklinga og lögaðila frá árinu 1990 og áhrif þeirra breytinga á tekjur ríkissjóðs.

Eins og fram kemur í svarinu hefur skattkerfið á Íslandi tekið stórfelldum breytingum á því tímabili sem hér um ræðir. Á þessum árum lækkaði tekjuskattsprósenta ríkisins úr 32,8% í 22,75% og útsvar í staðgreiðslu úr 6,99% í 12,97%.

Þannig hefur tekjuskatthlutfall einstaklinga að meðtöldu útsvari lækkað úr 39,79% í 35,72%, eða liðlega 4 prósentustig. Á sama tímabili hefur persónuafsláttur verið hækkaður sem leitt hefur til þess að skattleysismörk að teknu tilliti til frádráttarbærni iðgjalds í lífeyrissjóð hefur hækkað verulega. Þá hefur eignarskattur verið lagður af og skattlagning fjármagnstekna hjá einstaklingum verið samræmd. Ýmsar breytingar hafa einnig verið gerðar á barnabótum og vaxtabótum. Skattlagning lögaðila hefur ekki síður tekið stakkaskiptum með lækkun hlutfallsins úr 45% í 18%, afnámi aðstöðugjalds og eignarskatta. Þá hefur verðbólguleiðréttingar í skattskilum verið afnumndar.

Ýmsum vandkvæðum er bundið að meta áhrif framangreindra breytinga á tekjur ríkissjóðs. Í eftirfarandi töflu sést hvernig vægi einstakra tekjustofna hefur verið að breytast á umræddu tímabili sem hlutfall af skatttekjum sem gefur ákveðna mynd af því hvaða áhrif framangreindar breytingar hafa haft á einstaka tekjustofna ríkissjóðs.

Skatttekjur 1991–2007

Flokkar
1991 %
2007 %
Breyting %
Tekjuskattur einstaklinga
20,3
21,3
1,0
Tekjuskattur fyrirtækja
2,8
8,9
6,1
Fjármagnstekjuskattur
-
6,4
6,4
Eignarskattar, þmt. stimpilgjöld
5,7
3,0
-2,7
Tryggingagjöld
8,8
10,3
1,5
Virðisaukaskattur
38,1
33,9
-4,2
Aðrir skattar
24,3
15,9
-8,1
Skatttekjur, samtals
100,0
100,0
-

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum